spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHöttur kom til baka og lagði Álftanes í MVA Höllinni

Höttur kom til baka og lagði Álftanes í MVA Höllinni

Höttur lagði Álftanes í kvöld á Egilsstöðum í fyrstu deild karla, 88-84.

Það voru gestirnir frá Álftanesi sem byrjuðu leik dagsins mun betur, leiddu eftir fyrsta leikhluta með 11 stigum, 18-29. Þá forystu ná þeir svo að halda í til loka fyrri hálfleiksins, en þegar að liðin halda til búningsherbergja er staðan 42-56.

Heimamenn koma þó mun beittari til leiks í upphafi seinni hálfleiksins. Ná hægt en örugglega að vinna niður forskot gestanna. Fyrir lokaleikhlutann eru þeir þó enn 5 stigum undir, 68-73. Með mikilli seiglu ná þeir svo endanlega að snúa taflinu sér í vil á lokamínútunum og uppskera að lokum 4 stiga sigur, 88-84.

Þau 4 stig sem að Höttur vann leikinn með að lokum var þeirra mesta forysta í leiknum á meðan að á tímabili í fyrri hálfleiknum leiddu gestirnir frá Álftanesi með 22 stigum.

Atkvæðamestir fyrir heimamenn í leiknum voru Timothy Guers og Arturo Fernandez Rodriguez. Timothy með 27 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar, en Arturo 21 stig og 7 stoðsendingar.

Fyrir Álftanes var það Cedrick Taylor Bowen sem dró vagninn með 23 stigum og 6 fráköstum. Þá bætti fyrrum leikmaður Hattar Dino Stipcic við 16 stigum og 9 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Önnur úrslit kvöldsins

Umfjöllun / Pétur Guðmundsson

Fréttir
- Auglýsing -