spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGrindvíkingar lögðu baráttuglaða Þórsara í HS Orku Höllinni

Grindvíkingar lögðu baráttuglaða Þórsara í HS Orku Höllinni

Grindavík lagði Þór Akureyri fyrr í kvöld í fyrstu umferð Subway deildar karla, 69-61.

Grindvíkingar leiddu leikinn nánast allan fyrri hálfleikinn, með 7 stigum eftir fyrsta leik hluta og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var munurinn kominn í 17 stig, 47-30.

Gestirnir frá Akureyri náðu þó að komast aftur inn í leikinn í upphafi seinni hálfleiksins. Minnka forystu Grindavíkur niður í 9 stig fyrir lokaleikhlutann. Í honum ná heimamenn þó að halda út og sigra að lokum með 8 stigum, 69-61.

Atkvæðamestir fyrir heimamenn í leiknum voru Ivan Aurrecoechea Alcolado og Kristinn Pálsson. Ivan með 17 stig og 8 fráköst, en Kristinn 13 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar.

Fyrir Þór var það Jordan Connors sem dró vagninn með 23 stigum og 9 fráköstum. Þá bætti Ragnar Ágústsson við 12 stigum og 8 fráköstum.

Tölfræði leiks

Viðtöl / Sigurbjörn Daði

Fréttir
- Auglýsing -