spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSóllilja og Umea úr leik í EuroCup

Sóllilja og Umea úr leik í EuroCup

Nýtt félag Sóllilju Bjarnadóttur Umea datt út úr undankeppni EuroCup fyrr í dag eftir tveggja stiga tap fyrir Csata frá Ungverjalandi, 81-79. Fyrri leiknum hafði Umea tapað með fimmtán stigum og töpuðu þær því einvíginu með 17, 141-158.

Sóllilja lét lítið að sér kveða í stigaskorun á þeim 3 mínútum sem hún spilaði í leiknum, en hún skilaði stoðsendingu og var liðið +9 með hana inni á vellinum á þeim tíma, sem var það næst hæsta í liðinu.

Umea er því úr leik í keppninni þetta árið, en fyrsti leikur þeirra í sænsku deildinni er 3. október gegn Marbo Basket.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -