Haukar mæta heimakonum í Uniao Sportiva í kvöld á Azoreyjum í Portúgal í seinni leik liðanna í undankeppni EuroCup keppninnar.
Fyrri leikinn unnu Haukakonur með 5 stigum, 81-76 og dugir þeim því að tapa leiknum með minna en 5 til þess að tryggja sig áfram í riðlakeppnina.
Karfan heyrði í leikmanni Hauka Helenu Sverrisdóttur og spurði hana út í ferðalagið til Azoreyja og leikinn stóra í kvöld.
Hvernig gekk ferðalagið til Azoreyja?
“Það gekk bara mjög vel, milli lentum í París og gistum þar og gátum skoðað okkur aðeins um og haft gaman. Og flugum síðan til Ponta Delgada og erum í góðu yfirlæti á flottu hoteli hér i bænum”
Hvernig metur þú möguleika ykkar á að komast áfram?
“Útileikir eru alltaf erfiðir i þessari keppni, við eigum +5 á þær en ég tel að þær muni koma tilbúnar til leiks á fimmtudaginn og ég held að þetta verði hörkuleikur. Við eigum góðan möguleika, en þurfum að spila mjög vel til að ná sigri”
Eruð helvíti góðar í fyrri leiknum, hefur útivöllurinn einhver áhrif?
“Já klárlega, stemmningin í Ólafssal i heimaleiknum okkar var geggjuð og það gaf okkur mikla orku inná völlinn. En Körfuboltavöllurinn og boltinn verða eins og vonandi verðum við tilbúnar í að spila i erfiðra umhverfi en heima”
Þú verandi reynslumest í þessum aðstæðum, hverju reynir þú að miðla til liðsins fyrir svona stórleik?
“Reyni bara að hjálpa við að stilla stressið rétt, reyna að taka pressuna af þeim og minna okkur á að þetta er “bara” körfubolti og að við séum drullugóðar þegar við leggjum okkur fram. Við getum stjórnað ákveðnum hlutum og sumt höfum við ekki stjórn á, einbeitingin þarf að vera á þessum réttu hlutum”
Við hverju megum við stuðningsmenn ykkar búast við að leiknum í kvöld?
“Þetta verður hörku slagur og við ætlum okkur að skilja allt eftir á gólfinu og munum gera okkar allra besta í öllum okkar aðgerðum”