Jón Axel Guðmundsson og Fortitudo Bologna máttu þola tap með minnsta mun mögulegum fyrir Reggio Emilia í kvöld í efstu deildinni á ítalíu, 80-81.
Leikurinn var sá fyrsti sem liðið leikur í deildarkeppninni þetta tímabilið.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð spennandi undir lokin.Undir lokin fékk Jón tækifæri til þess að vinna leikinn með þriggja stiga skoti þegar um 7 sekúndur voru eftir, en brást honum þá bogalistin. Jón Axel átti þó ágætisleik þrátt fyrir tapið, skilaði 8 stigum, 10 fráköstum og 5 stoðsendingum.
Næsti leikur Bologna í deildinni er þann 3. október næstkomandi gegn Cremona.