spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÚrslit kvöldsins úr Icelandic Glacial mótinu - Valsmenn tryggðu sér titilinn

Úrslit kvöldsins úr Icelandic Glacial mótinu – Valsmenn tryggðu sér titilinn

Tveir leikir fóru fram í Icelandic Glacial mótinu í Þorlákshöfn í kvöld.

Í fyrri leik kvöldsins lagði Breiðablik lið KR, 96-117. Atkvæðamestur fyrir KR í leiknum var Adam Darboe með 22 stig og 8 stoðsendingar. Fyrir Blika var það Danero Thomas sem dró vagninn með 21 stigi og 5 fráköstum.

Tölfræði leiks

Í seinni leiknum vann Valur heimamenn í Þór, 79-100. Fyrir Val var Kári Jónsson með 25 stig og 5 stoðsendingar. Fyrir heimamenn var Glynn Watson með 22 stig og 5 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Með úrslitum kvöldsins náði Valur að vinna mótið og eru þeir því Icelandic Glacial meistarar 2021, en mótherjar þeirra í kvöld, heimamenn Þórs, unnu mótið 2020.

Fréttir
- Auglýsing -