spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Þurfa íslensku landsliðin að leika heimaleiki sína erlendis? - Formaður KKÍ ósáttur...

Þurfa íslensku landsliðin að leika heimaleiki sína erlendis? – Formaður KKÍ ósáttur við aðgerðaleysi stjórnvalda “Búum við við eina verstu aðstöð í Evr­ópu”

Mikil óvissa er með hvar íslensku landsliðin munu leika leiki sína í komandi undankeppnum, en landslið kvenna hefur leik í undankeppni EM og landslið karla í undankeppni HM nú í nóvember. Staðfestir formaður KKÍ Hannes Jónsson þetta í samtali við mbl.is.

Laugardalshöllin hefur verið ónothæf þetta árið vegna vatnsleka sem varð þar árið 2020 og samkvæmt heimildum mun hún ekki verða komin í stand fyrr en í fyrsta lagi sumarið 2022. Af þeim sökum þurfti t.a.m. að flytja úrslit VÍS bikarkeppninnar í Smárann nú um síðustu helgi og samkvæmt fregnunum, þarf þá líklega líka að færa VÍS bikarkeppnina 2022 á nýjan völl.

Samkvæmt Hannesi hefur Laugardalshöllin sjálf verið á undanþágu síðastliðin ár. Mun FIBA ekki verða sátt við það að sótt verði um undanþágu ofan á undanþágu til þess að landsliðin geti leikið á öðrum velli. Gæti því farið svo að þau þyrftu að leika heimaleiki sína fyrir utan landsteinana.

Viðtalið er hægt að lesa í heild hér, en þar er formaðurinn nokkuð ósáttur við stjórnvöld og aðgerðaleysi þeirrar ríkisstjórnar sem lýkur störfum eftir að þessu kjörtímabili lýkur á næstu vikum. Segir hann meðal annars að ef að málin verði ekki tekin fastari tökum, þá sé einfaldlega hægt að leggja niður landsliðin.

Bendir Hannes einnig á að hann sé í nefnd sem sett hafi verið saman um nýjan þjóðarleikvang, en sé þrátt fyrir það engu nær um hver staðan sé. Enn frekar segir hann “Svo það sé bara sagt þá búum við við eina verstu aðstöðu í Evr­ópu, bæði þegar kem­ur að körfu­bolta og öðrum inni íþrótt­um. Íþrótta­málaráðherr­arn­ir í gegn­um tíðina hafa all­ir verið boðnir og bún­ir að breyta þessu í rétta átt en samt ger­ist ekk­ert”

Fréttir
- Auglýsing -