Dominykas Milka ræðir við osteópatann og nýjan aðstoðarþjálfara Keflavíkur Sævar Inga Borgarsson í annarri útgáfunni af Social Chameleon. Farið er yfir styrktarþjálfun, hvernig sé hægt að eiga við meiðsli, næringu og margt fleira sem við kemur því að stunda íþróttir.
Þá deila þeir ófáum sögum tengdum umræðuefnum þáttarins. Sævar er fyrrum íþróttamaður sem hefur náð nokkrum árangri í þeirri þjálfun og meðferðum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur, en hann er meðal annars stofnandi Superform í Sporthúsinu og Heilsustofunnar.
Social Chameleon mun koma reglulega út í vetur, en í því mun Dominykas ræða við áhugavert fólk bæði um hin ýmsu málefni sem snerta körfuknattleik, sem og málefni líðandi stundar.
Social Chameleon er í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram og þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.
Með Dominykas er sem áður ritstjóri Körfunnar Davíð Eldur.
Hlustendum er bent á Instagram síðu þáttarins fyrir tillögur að skemmtilegu efni, sem og til þess að senda inn spurningar, en hún er aðgengileg hér.