spot_img
HomeBikarkeppniKeflvíkingar tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitunum með öruggum sigri á...

Keflvíkingar tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitunum með öruggum sigri á Egilsstöðum

Keflavík lögðu heimamenn í Hetti í Egilstöðum í kvöld í sextán liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla, 63-110. Keflavík mun næst mæta Tindastól á Sauðárkróki komandi sunnudag í átta liða úrslitunum á meðan að Höttur er úr leik.

Gestirnir úr Keflavík mættu með miklum karfti inn í leik kvöldsins. Leiddu eftir fyrsta leikhluta með 14 stigum, 19-33. Undir lok fyrri hálfleiksins bæta þeir svo enn í og fara með 23 stiga forystu til búningsherbergja, 33-56.

Í upphafi seinni hálfleiksins gerðu þeir svo út um leikinn. Koma forystu sinni í 40 stig fyrir lokaleikhlutann og sigra að lokum með 47 stigum, 63-110.

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var David Ramos með 12 stig og 5 fráköst. Þá bætti Adam Eiður Ásgeirsson við 11 stigum.

Fyrir Keflavík dró David Okeke vagninn með 29 stigum og 12 fráköstum, en Dominykas Milka var ekki langt undan með 24 stig og 6 fráköst.

Nokkuð vantaði af leikmönnum í lið Hattar í kvöld, þar sem erlendir leikmenn þeirra voru nokkrir ekki komnir til móts við liðið. Lítið sem ekkert vantaði í lið Keflavíkur, en þeir eiga eftir að semja við Bandaríkjamann fyrir komandi tímabil og var hann því ekki kominn.

Nýjir leikmenn Keflavíkur Halldór Garðar Hermannsson, Jaka Brodnik og David Okeke áttu allir nokkuð fínan leik í frumraun sinni fyrir liðið. 

Hérna eru önnur úrslit kvöldsins

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Pétur Guðmundsson

Fréttir
- Auglýsing -