Elvar Már Friðriksson og Rytas tryggðu sig í kvöld áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með sigri á PAOK í oddaleik umspils liðanna, 82-63.
Á rúmum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 12 stigum, 3 fráköstum, 6 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var næst framlagshæstur í liði Rytas í leiknum.
Í 16 liða úrslitum keppninnar er leikið í fjórum riðlum, þar sem að tvö efstu lið hvers riðils vinna sér inn sæti í 8 liða úrslitum keppninnar.
Elvar og Rytas verða í J riðli með Bonn, Manresa og Bahcesehir.