För Reynis Sandgerði upp úr annarri deildinni í þá fyrstu virðist vera í uppnámi þessa dagana samkvæmt tilkynningu félagsins á samfélagsmiðlum fyrr í dag. Félagið vann sig upp um deild á síðasta tímabili og hafði skráð liðið til leiks og haft þá hyggju að leika í næstefstu deild á komandi tímabili.
Samkvæmt tilkynningu félagsins fyrr í dag mun ákvörðun um hvort liðið taki sæti sitt í fyrstu deildinni tekin í næstu viku, en lesa má í skilaboðin að það sé vegna vöntunar á mannskap í kringum félagið.
Samkvæmt skipulagi á Reynir að leika sinn fyrsta leik í fyrstu deildinni heima í Sandgerði þann 27. september gegn Haukum.