spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaJordan Blount semur við Þór Akureyri - Írskur landsliðsmaður í Höllina

Jordan Blount semur við Þór Akureyri – Írskur landsliðsmaður í Höllina

Þór Akureyri hafa samið við hinn írska Jordan Blount um að leika með liðinu á komandi tímabili í úrvalsdeild karla. Jordan er 24 ára, 203 cm framherji/miðherji sem kemur til liðsins frá Aquimisa Carbajosa í Leb Silver deildinni á Spáni, en það er sama lið og landsliðsmennirnir Tómas Þórður Hilmarsson og Hjálmar Stefánsson léku með á síðasta tímabili. Með Carbajosa skilaði Jordan 10 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í leik.

Þá hefur hann einnig verið hluti af írska landsliðshópnum.

https://www.youtube.com/watch?v=jDBIr3jmHhg

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við Jordan Blount fyrir komandi keppnistímabil. En fyrir hafði liðið skrifað undir samning við Bandaríkjamanninn Jonathan Lawton. Svisslendinginn Eric Lawton, Norðmanninn Bouna Ndaiye, Dúa Þór Jónsson og Baldur Örn Jóhannesson.

Jordan er 24 ára gamall og kemur frá Cork í Írlandi. Jordan er 203 sentimetra hár og spilar stöðu framherja og miðherja. Jordan á nokkra leiki með írska landsliðinu og var hann í sigurliði Íra á European small nations basketball Championships nú í ágúst. Jordan spilaði einkar vel á mótinu og var valinn í úrvalslið þess.

Jordan hefur spilað sem atvinnumaður á Spáni en auk þess var hann fjögur ár í háskóla í Bandaríkjunum í University of Illinois at Chicago.

Síðustu tímabil spilaði Jordan með Carbajosa í Leb silver deildinni á Spáni og var hann þá með 9,8 stig, 5,8 fráköst, 1.6 stoðsendingu og 1,8 stolinn bolta að meðaltali í leik.

Við Þórsarar bindum miklar vonir við kappann og hlökkum til að sjá hann á fjölum Íþróttahallarinnar von bráðar. Fyrsti leikur Þórsara verður á Ásvöllum í Hafnarfirði sunnudaginn 5. september í bikarkeppni tímabilsins 2020-2021 sem spilaður er nú í september vegna Covid19 faraldursins.

Fréttir
- Auglýsing -