spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær og Elvar Már komnir með mótherja í EuropeCup

Tryggvi Snær og Elvar Már komnir með mótherja í EuropeCup

Á dögunum var dregið í riðla í EuropeCup keppninni 2021-22. Tvö Íslendingalið eru með þetta tímabilið, en Tryggvi Snær Hlinason leikur með Casademont Zaragoza frá Spáni og Elvar Már Friðriksson er nýr leikmaður Telenet Giants frá Belgíu.

Tryggvi og Zaragoza drógust í riðil D með Unahotels Reggio Emilia frá Ítalíu, Avtodor Saratov frá Rússlandi og Hapoel Gilboa Galil.

Þá drógust Elvar Már og Telenet Giants í riðil F með Sporting frá Portúgal, Ionikos frá Grikklandi og þá mun fjórða liðið vera annaðhvort Mons Hainut, sem er einnig frá Belgíu, eða ZZ Leiden frá Hollandi.

Gert er ráð fyrir að riðlakeppnin fari af stað 13. október.

Hérna er meira um dráttinn

Fréttir
- Auglýsing -