Fjölnir hefur samið við hinn bandaríska Dwayne Ross Foreman Jr. fyrir komandi átök í fyrstu deild karla. DJ er 203 cm framherji sem kemur til liðsins frá Lusitania í Portúgal þar sem hann skilaði 18 stigum og 7 fráköstum að meðaltali í leik tímabilið 2019-20. Þar áður hafði hann leikið fjögur tímabil í bandaríska háskólaboltanum með liðum St. Louis og Rutgers.
Tilkynning:
Dwayne Ross Foreman Jr. eða DJ eins og hann er oftast kallaður hefur skrifað undir samning við körfuknattleiksdeild Fjölnis og mun spila með liðinu í 1.deildinni í vetur.
DJ á að baki farsælan háskólaferil þar sem hann byrjaði í mjög sterku prógrammi hjá Rutgers háskólanum en þaðan færði hann sig yfir í St Louis. Hjá St Louis unnu þeir sterka Atlantic 10 deildina.
Eftir skólann spilaði DJ í efstu deild í Portúgal en þar var hann með 18.3 stig og 6.7 fráköst á meðaltali