Norðurlandamóti undir 18 ára drengja og stúlkna lauk fyrir helgina í Kisakallio í Finnlandi. Sigrarnir voru fleiri hjá undir 18 ára liði stúlkna þetta árið, en þrátt fyrir það sýndu drengirnir oft lipra takta.
Gaman var að sjá að bæði Almar Orri Atlason og Elísabeth Ýr Ægisdóttir voru valin í fimm manna stjörnulið mótsins þetta árið, en bæði skiluðu góðum einstaklingsframmistöðum í leikjunum fjórum. Almar Orri með 14 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali og Elísabeth Ýr skilaði 8 stigum, 8 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.
Líkt og bent hefur verið á var Almar valinn í þetta stjörnulið U18 þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gamall, en hér fyrir neðan má sjá brot af því besta frá honum af Norðurlandamótinu sem deilt var á Facebook.