ÍR hefur samið við hina bandarísku Dani Reinwald fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna. Dani er 21. árs, 183 cm framherji sem kemur til liðsins frá Whittlesea City Pacers í Ástralíu, en með þeim skilaði hún 19 stigum, 18 fráköstum og 2 stolnum boltum að meðaltali í leik á síðasta tímabili.
Tilkynningar:
Körfuknattleiksdeild ÍR hefur komist að samkomulagi við Dani Reinwald um að leika með kvennaliði félagsins á komandi keppnistímabili. Dani kemur til ÍR frá Ástralska liðinu Whittlesea City Pacers sem spilar í Australia-State League. Með Whittlesea City Pacers spilaði Dani að meðaltali 37 mínútur í leik og skilaði á þeim tíma 18.6 stigum, 17.8 fráköstum og 2.1 stolnum boltum. Dani útskrifaðist frá Medaille College árið 2018 þar sem hún var meðal annars valin leikmaður deildarinnar og varnarmaður ársins.