spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaElvar Már mættur til Risanna í Belgíu

Elvar Már mættur til Risanna í Belgíu

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson er mættur til Telenet Giants í Belgíu eftir frábæran landsliðsglugga með Íslandi í forkeppni undankeppni HM 2023 í Svartfjallalandi. Elvar Már samdi við Giants eftir að hafa átt gott tímabil með Siauliai í Litháen, þar sem hann meðal annars var valinn besti leikmaður deildarinnar.

Nýja lið hans í Belgíu býður hann velkominn á samfélagmiðlinum Twitter, en engu er það líkara en að myndin sem fylgi færslunni sé tekin er útsendari félagsins sækir hann á flugvöllinn.

Rétt tæpur mánuður er í að tímabil Giants fari af stað, en í fyrsta leik 26. september munu þeir mæta Hasselt BT í Kurningen.

Fréttir
- Auglýsing -