spot_img
HomeFréttirDrengirnir enduðu í fjórða sæti - Almar valinn í stjörnulið mótsins

Drengirnir enduðu í fjórða sæti – Almar valinn í stjörnulið mótsins

Undir 18 ára drengjalið Íslands tapaði lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio í dag fyrir verðandi meisturum Svíþjóð. Lokastaða Íslands því fjórða sætið, með einn sigur og þrjá tapaða.

Gangur leiks

Ólíkt öðrum leikjum í mótinu fóru íslensku drengirnir ágætlega af stað í dag. Leiða eftir fyrsta leikhluta með einu stigi, 20-19. Annan leikhlutann hefur Svíþjóð svo á 8-0 áhlaupi og ná algjörlega að snúa leiknum sér í vil, 28-20. Undir lok fyrri hálfleiksins gengur Svíþjóð svo enn frekar á lagið og eru 18 stigum yfir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 45-27.

Eftir þennan agalega 26-7 annan leikhluta gera íslensku drengirnir vel í að halda í við þá sænsku í upphafi seinni hálfleiksins. Ná þó ekkert að vinna á muninum og missa svo eilítið dampinn á lokamínútu fjórðungsins. Munurinn 23 stig fyrir lokaleikhlutann, 71-48.

Kjarninn

Möguleika þessa íslenska liðs var ekki hægt að sjá nema í litlum skorpum í þessum leik, sem og á mótinu í heild. Gífurlega efnilegir einstaklingar sem enn áttu nokkuð í land með að ná að spila vel saman. Sýndu það meðal annars í dag með góðri byrjun gegn Norðurlandameisturum Svíþjóð að hellingur er spunninn í þennan íslenska hóp, þó svo að sigurleikina hafi vantað.

Tölfræðin lýgur ekki

Ísland fær á sig 40 stig úr hraðaupphlaupum í dag og setja aðeins 12 sjálfir úr hraðaupphlaupum hinumegin á vellinum.

Atkvæðamestir

Almar Orri Atlason var stigahæstur í liði Íslands í dag með 19 stig og 5 fráköst. Þá skilaði Róbert Sean Birmingham 9 stigum, 13 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Þá var Almar valinn í Stjörnulið mótsins að því loknu, en hann var með að meðaltali 14 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar í leikjunum fjórum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -