spot_img
HomeFréttirStúlkurnar bensínlausar undir lokin gegn sterku liði Finnlands

Stúlkurnar bensínlausar undir lokin gegn sterku liði Finnlands

Undir 18 ára lið stúlkna tapaði í dag fyrir heimastúlkum í Finnlandi á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 57-86. Liðið því unnið einn leik og tapað einum það sem af er móti.

Gangur leiks

Liðin skiptust á snöggum áhlaupum í upphafi leiks, en undir lok fyrsta leikhlutans ná heimastúlkur að vera skrefinu á undan. Staðan eftir fyrsta 17-26 Finnlandi í vil. Í öðrum leikhlutanum nær Finnland mest 10 stiga forystu, en Ísland vinnur þann mun að mestu niður áður en liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 35-38.

Í upphafi seinni hálfleiksins nær Finnland aftur að koma forystu sinni í 10 stig. Aftur svarar Ísland og nær að loka gatinu að mestu, en missa þær svo aftur framúr sér. Staðan 48-58 fyrir lokaleikhlutann. Í þeim fjórða má segja að botninn hafi eilítið dottið úr leik Íslands og þær tapa leiknum að lokum með 29 stigum, 57-86.

Kjarninn

Eftir góðan sigur á Eistlandi í gær er íslenska liðinu kippt niður á jörðina í dag gegn miklu sterkari andstæðingum í Finnlandi. Hefðu vel á góðum degi geta unnið þennan leik, en voru á löngum köflum alltof værukærar varnarlega til þess að vinna í dag. Ekki alslæmt þó, skjóta boltanum t.a.m. ágætlega (fyrir utan víti) og eru að frákasta vel. Fá nú einn dag í frí áður en þær mæta Danmörku á fimmtudaginn.

Tölfræðin lýgur ekki

Ísland fékk á sig 23 stig úr hraðaupphlaupum, en skoraði bara 8 úr hraðaupphlaupum á Finnland.

Atkvæðamestar

Emma Theodórsson og Agnes María Svansdóttir voru atkvæðamestar í liði Íslands í dag, hvor um sig með 11 stig. Þá var Vilborg Jónsdóttir framlagshæst með 3 stig, 5 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -