spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaKarlo Lebo semur við Hrunamenn

Karlo Lebo semur við Hrunamenn

Hrunamenn hafa á nýjan leik samið við hinn króatíska Karlo Lebo um að leika með liðinu í fyrstu deild karla. Karlo lék með liðinu á síðasta tímabili og skilaði 16 stigum og 9 fráköstum að meðaltali í leik, en þá hafnaði liðið í níunda sæti deildarinnar. Karlo var þó ásamt Bandaríkjamanni Hrunamanna Corey Taite sagt upp löngu áður en tímabilið náði að klárast vegna þeirrar óvissu sem uppi var vegna ítrekaðs körfuboltabanns sem að var á Íslandi síðasta vetur vegna Covid-19.

https://www.youtube.com/watch?v=9PW7VNMrEuQ

Tilkynning:

Hrunamenn og Karlo Lebo hafa skrifað undir samning til eins árs um að Karlo leiki með liðinu á komandi tímabili. Þetta er annað tímabilið sem þessi 26 ára Króati spilar með Hrunamönnum en á síðustu leiktíð skilaði hann 16,3 stigum og 8,8 fráköstum auk þess að láta vel til sín taka á varnarhelmingi liðsins. Á síðustu leiktíð gladdi Karlo auk þess aðdáendur Hrunamanna með skemmtilegum tilþrifum, þá sérstaklega með fallega vörðum skotum og kraftmiklum troðslum eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Fréttir
- Auglýsing -