ÍR lagði Fjölni með fimm stigum í dag í úrslitaleik VÍS bikarkeppni 12. flokks karla, 80-85.
Fyrir leik
Það sem af er deildarkeppni tímabilsins hefur ÍR verið besta liðið. Unnið alla tíu leiki sína og eru í efsta sæti fyrstu deildar. Fjölnir er ekki langt undan þó, með átta sigra og þrjú töp í öðru sætinu.
Liðin höfðu í eitt skipti mæst í vetur, en þann 4. október hafði ÍR fimm stiga sigur á Fjölni í Dalhúsum, 73-78.
Gangur leiks
Fjölnir byrjar leikinn af miklum karfti og nær að byggja sér upp nokkurra stiga forystu á upphafsmínútunum. ÍR nær þó hægt og bítandi að vinna sig inn í leikinn. Þeir missa Fjölni þó aftur framúr sér undir lok fyrsta fjórðungs og er munurinn 6 stig að honum loknum, 25-19. Leikurinn er svo í nokkru jafnvægi í upphafi annars leikhlutans eftir að ÍR vinnur niður forystu Fjölnis, en þegar rúmnar 5 mínútur eru eftir af fjórðungnum er staðan 29-29. Undir lok hálfleiksins nær ÍR að vera skrefinu á undan og leiða með 4 stigum þegar liðin halda til búningsherbergja, 37-41.
Fyrir Fjölni var Karl Ísak Birgisson stigahæstur í fyrri hálfleiknum með 12 stig, en þau komu öll í fyrsta leikhluta. Fyrir ÍR var Teitur Sólmundarson stigahæstur, einnig með 12 stig.
Mest nær ÍR 9 stiga forystu í upphafi seinni hálfleiksins, 41-50. Með vel skipulögðum varnarleik og nokkrum skotum sem detta nær Fjölnir að vinna það hratt upp og er allt jafnt þegar 5 mínútur eru eftir af þeim þriðja, 50-50. Leikurinn er svo jafn og spennandi til enda hlutans, en fyrir þann fjórða er ÍR þremur stigum yfir, 57-60.
Tveir leikmenn voru komnir í villuvandræði fyrir lokaleikhlutann. Hjá Fjölni var Brynjar Kári Gunnarsson kominn með fjórar villur líkt og leikmaður ÍR Ísak Leó Atlason.
Í byrjun fjórða leikhlutans er ÍR með tögl og haldir á leiknum. Fara mest með forystu sína í 14 stig, 57-71. Fjölnir hótar því að komast almennilega aftur inn í leikinn á lokamínútunum, en komast aldrei einni körfu eða nær ÍR. Niðurstaðan að lokum fimm stiga sigur ÍR, 80-85.
Atkvæðamestir
Bestur í liði ÍR í dag var Teitur Sólmundarson með 28 stig, 11 fráköst, 2 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Honum næstur var Aron Orri Hilmarsson með 27 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta.
Fyrir Fjölni var Hilmir Arnarsson atkvæðamestur með 17 stig, 11 fráköst og Karl Ísak Birgisson skilaði 18 stigum og 10 fráköstum.
Myndasafn (Bára Dröfn)