spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFjórir leikmenn semja við Hamar

Fjórir leikmenn semja við Hamar

Hamar í Hveragerði hefur framlengt samningum sínum við fjóra uppalda leikmenn fyrir komandi átök í fyrstu deild karla. Þeir Arnar Dagur Daðason, Sigurður Dagur Hjaltason, Daníel Sigmar Kristjánsson og Haukur Davíðsson munu allir leika með liðinu á komandi leiktíð.

Hamarsmenn gerðu vel í deildarkeppni síðasta tímabils, þar sem liðið endaði í öðru sæti. Þeir rétt misstu þó af því að fá að fara upp um deild. Töpuðu fyrir fjórða sætis liði Vestra í úrslitum úrslitakeppni fyrstu deildarinnar.

Tilkynning:

Arnar Dagur, Sigurður Dagur, Daníel Sigmar og Haukur munu koma til með að spila með Meistarflokki félagsins á tímabilinu. Sigurður Dagur er 19 ára bakvörður og hefur síðast liðin tvö tímabil verið viðloðandi meistaraflokkinn. Arnar Dagur er 19 ára en hann fékk sitt fyrsta tækifæri hjá félaginu árið 2018 en þá hlaut hann einnig nafnbótina Körfuknattleiksmaður Hamars. Daníel er bakvörður sem er gríðarlega skotvís og hefur leikið upp alla yngriflokka félagsins. Haukur er á 17 aldursárinu og yngsti leikmaður liðsins, en Haukur er gríðarlega efnilegur leikmaður og var hann valinn í U-16 ára landslið drengja á síðasta ári.

Fréttir
- Auglýsing -