spot_img

Arnar Geir á Selfoss

Selfoss hefur samið við bakvörðinn Arnar Geir Líndal um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Arnar Geir kemur til liðsins frá Chadron State úr bandaríska háskólaboltanum. Arnar Geir eru 21 árs gamall og að upplagi úr Fjölni.

Tilkynning:

Arnar Geir Líndal hefur samið við Selfoss um að leika með liðinu á komandi tímabili. Arnar er 21 árs gamall bakvörður sem lærði sinn körfubolta í yngriflokkastarfi Fjölnis en venti sínu kvæði í kross og stundaði nám og körfubolta í menntaskóla (High School) í Kentucky í Bandaríkjum Norður-Ameríku.

Á síðasta ári lék hann fyrir Chadron State College í Nebraska þar vestra, en er nú kominn heim og ákvað að ganga til liðs við Selfoss í 1. deild karla og verður þar í góðum hópi ungra leikmanna sem eiga það sameiginlegt að vilja leggja mikið á sig til að bæta sig.

Velkominn, Arnar Geir.

Fréttir
- Auglýsing -