spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaDino Stipcic semur við Álftanes

Dino Stipcic semur við Álftanes

Álftanes hefur samið við Dino Stipcic um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Dino kemur til liðsins frá Hetti, sem hann féll með í fyrstu deildina á síðasta tímabili. Á 2020 -21 tímabilinu skilaði hann að meðaltali 11 stigum, 6 fráköstum, 6 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Tilkynning:

Það er með mikilli ánægju sem Körfuknattleiksdeild Álftaness tilkynnir að samningar hafa náðst við Dino Stipcic um að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Dino kom fyrst til landsins árið 2018 þegar hann gekk til liðs við KR í Dominos deildinni. Hann lék fyrri hluta þess tímabils í Frostaskjólinu þar til hann gekk til liðs við Hattarmenn á Egilsstöðum þar sem hann hefur leikið til dagsins í dag.


Dino er stór og sterkur bakvörður sem er mjög fjölhæfur og getur haft áhrif á leikinn á báðum endum vallarins. Á síðasta tímabili skilaði hann 10.5 stigum, 6 fráköstum, 6 stoðsendingum og 1.6 stolnum boltum í Dominos deildinni.
Dino er ætlað það hlutverk að leysa hlutverk leikstjórnanda á næsta tímabili en það hlutverk hefur hann leikið áður með Hetti við góðan orðstír. Leikmannahópurinn er óðum að taka á sig mynd og mikil tilhlökkun hjá okkur að hefja næsta tímabil. Hér má sjá myndbrot þar sem Dino leikur listir sínar með Hetti á síðasta tímabili.


Við bjóðum Dino velkominn til leiks!
Dobrodošli Dino i Simona!

Fréttir
- Auglýsing -