Steinar Snær Guðmundsson hefur samið við Álftanes um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Steinar kemur til liðsins frá Hamri í Hveragerði, en í 25 leikjum með þeim á síðasta tímabili skilaði hann 5 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik.
Tilkynning:
Körfuknattleiksdeild Álftaness og Steinar Snær Guðmundsson skrifuðu á dögunum undir samkomulag fyrir keppnistímabilið 2021-2022. Steinar Snær er uppalinn í Smáranum og kemur til liðsins frá Hamri í Hveragerði sem hann fór með alla leið í úrslit síðasta tímabil. Hann leikur stöðu skotbakvarðar og styrkir leikmannahóp Álftaness mikið fyrir komandi átök. Vertu velkominn Steinar Snær!