spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaGasper Rojko og Vito Smojver til Selfoss

Gasper Rojko og Vito Smojver til Selfoss

Fyrstu deildar lið Selfoss hefur samið við þá Gasper Rojko og Vito Smojver um að ganga til liðs við akademíu félagsins fyrir næsta tímabil. Gasper er 25 ára slóvenskur framherji/miðherji og Vito er 19 ára króatískur bakvörður/framherji.

https://www.youtube.com/watch?v=MlWXS9NgEeM

Tilkynning:

Tveir leikmenn hafa bæst í hópinn og Körfuboltaakademíuna fyrir komandi vetur. Þetta eru ungir evrópskir strákar sem leita tækifæra til að koma leikmannaferli sínum á skrið, Gasper Rojko og Vito Smojver.

Gasper Rojko er 25 ára framherji/miðherji frá Slóveníu. Hann á feril með yngri landsliðum heimalandsins, bæði U16 og U18, og lék á síðasta tímabili með Postojna í 2. deild í Slóveníu, þar sem hann stóð sig glimrandi vel með 18,6 stig, 9,4 fráköst, 2,5 stoðsendingar, 1,2 varin skot og 22,6 framlagspunkta að meðaltali í leik. Þá var hann valinn besti miðherjinn og varnarmaðurinn og í 5 manna úrvalslið og varnarlið deildarinnar. 

Þetta er duglegur og fjölhæfur strákur sem getur gert sitt lítið af hverju og verður forvitnilegt að sjá hvernig hann plumar sig í 1. deildinni hér uppi á Klakanum. 

Vito Smojver er frá Króatíu, 19 ára hæfileikaríkur og fjölhæfur bakvörður/framherji sem getur leikið stöður 1-3. Hann er góður með boltann og fín skytta, hávaxinn íþróttamaður, sem gagnast vel í körfubolta.

Hann kemur til okkar á Selfossi úr sterkri 2. deild karla í heimalandinu þar sem hann stóð sig vel með 22 stig og 5 fráköst að meðaltali í leik.

Vito skráir sig í Akademíuna á Selfossi til að bæta sig og undirbúa feril sinn sem best. Hann fær góð tækifæri í unglingaflokki og að sanna sig í leikmannahópi meistaraflokks.

Selfoss Karfa fagnar áhuga þessara gæðapilta á körfuboltaakademíunni og starfinu okkar og býður þá velkomna.  

Fréttir
- Auglýsing -