spot_img
HomeLandsliðinTap gegn Eistum

Tap gegn Eistum

Íslenska karlalandsliðið lék í dag annan vináttuleik sinn á jafnmörgum dögum gegn Eistlandi í Tallinn. Eftir tap í leik gærdagsins vonuðust Íslendingar eftir betri niðurstöðu í dag, en varð ekki kápan úr því klæðinu.

Eistar höfðu tögl og hagldir allan leikinn og unnu mjög öruggan 21 stigs sigur, 93-72.

Ægir Þór Steinarsson var stigahæstur íslenska liðsins með 16 stig. Næst á dagskrá hjá liðinu er ferð til Svartfjallalands þar sem leikið verður í forkeppni undankeppni HM 2023.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -