Álftanes hefur samið við Kristján Örn Ómarsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Kristján Örn er 23 ára, 196 cm framherji sem kemur til liðsins frá Skallagrími, en þar hefur hann leikið allan sinn feril til þessa. Á síðasta tímabili skilaði hann 8 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í 17 leikjum fyrir þá í fyrstu deildinni.
Þá tilkynnir félagið einnig að Þorsteinn Finnbogason og Vilhjálmur Kári Jensson hafi yfirgefið félagið og verði ekki með þeim á næsta tímabili.
Tilkynning:
Körfuknattleiksdeild Álftaness hefur gengið frá samningi við Kristján Örn Ómarsson sem kemur til liðsins frá Skallagrími. Eins og áhugamenn um körfubolta vita þá spilar Kristján Örn stöðu framherja, er 196 sentímetrar á hæð og 23 ára að aldri. Hann skilaði 8.3 stigum að meðaltali í leik með Skallagrími á síðasta tímabili og er ætlað að fylla að hluta það skarð sem þeir Þorsteinn Finnbogason og Vilhjálmur Kári Jensson skilja eftir sig frá síðasta tímabili. Brjánn Guðjónsson bauð Kristján Örn velkominn í dag.