Í morgun flugu bæði U20 liðin út í sín verkefni en norðurlöndin settu saman leiki og mót milli sinna U20 liða þegar ákveðið var að fara ekki á EM í ár. Þetta var tilkynnt á heimasíðu KKÍ í morgun.
Flogið var til Arlanda í Svíþjóð með Icelandair þar sem stelpurnar verða í Stokkhólmi og keppa leiki gegn Svíum og Finnum dagana 21.-23. júlí og eru þær mættar á hótelið sitt.
Strákarnir héldu svo áfram yfir til Tallinn í Eistlandi þar sem þeir keppa gegn Eistum, Finnum og Svíum dagana 20.-23. júlí í U20 móti.
U20 kvenna:
Hægt er að sjá leiki liðsins á netinu í beinu streymi: www.youtube.com/user/basketklipp/featured
Leikjaplan (íslenskur tími)
21. júlí 14:00 Finnland-Ísland
22. júlí 14:00 Svíþjóð-Ísland
23. júlí 14:00 Svíþjóð-Ísland
U20 kvenna:
4 · Fanndís María Sverrisdóttir · ÍR
5 · Thea Olafía Lucic Jónsdóttir · Grindavík
6 · Sigrún Björg Ólafsdóttir · Fjölnir
7 · Hjördís Lilja Traustadóttir · Keflavík
8 · Kristín Alda Jörgensdóttir · Ármann
9 · Hrefna Ottósdóttir · Þór Ak.
10 · Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur
11 · Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík
12 · Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir · Grindavík
13 · Eygló Kristín Óskarsdóttir · KR
14 · Jenný Geirdal Kjartansdóttir · Grindavík
15 · Ólöf Rún Óladóttir · Keflavík
Þjálfari: Halldór Karl Þórsson
Aðstoðarþjálfarar: Guðrún Ósk Ámundadóttir og Yngi Páll Gunnlaugsson
Sjúkraþjálfari: Styrmir Örn Vilmundarson
U20 karla:
Hægt er að sjá leiki liðsins á netinu í beinu streymi gegn vægu gjaldi: sport.television.ee/Upcoming/basketball
(Allir 8 leikirnir allra liða á 12.90 EUR eða hver leikur á 3.90 EUR)
Livestatt verður á: online.basket.ee
Leikjaplan (íslenskur tími)
20. júlí 14:00 Finnland-Ísland
21. júlí 14:00 Eistland-Ísland
22. júlí 14:00 Ísland-Svíþjóð
23. júlí · Leikið um sæti: 3. sæti kl. 13:00 og úrslitaleikur kl. 15:30
U20 karla:
4 · Hilmir Hallgrímsson · Stjarnan
5 · Veigar Páll Alexandersson · Njarðvík
6 · Sigurður Pétursson · Breiðablik
7 · Ástþór Atli Svalason · Valur
8 · Júlíus Orri Ágústsson · Þór Ak.
9 · Dúi Þór Jónsson · Stjarnan
10 · Þorvaldur Orri Árnason · KR
11 · Benóný Svanur Sigurðarson · ÍR
12 · Hugi Hallgrímsson · Stjarnan
13 · Sveinn Búi Birgisson · Selfoss
14 · Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þ.
15 · Ragnar Ágústsson · Þór Ak.
Þjálfari: Pétur Már Sigurðsson
Aðstoðarþjálfarar: Benedikt Guðmundsson og Adam Eiður Ásgeirsson
Sjúkraþjálfari: Stefán Magni Árnason
Baldur Þór Ragnarsson er yfirþjálfari U20 en ferðast ekki með á mótið.
Veigar Áki Hlynssonn þurfti að draga sig úr hópnum v/ meiðsla og kom Ragnar Ágústsson inn í hans stað.