spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaTindastóll framlengdi við þrjá leikmenn

Tindastóll framlengdi við þrjá leikmenn

Tindastóll hefur framlengt samningum sínum við þær Ingu Sólveigu Sigurðardóttur, Fanneyju Maríu Stefánsdóttur og Evu Rún Dagsdóttur og munu þær allar taka slaginn með liðinu á næsta tímabili í fyrstu deild kvenna. Tindastóll hafnaði í 8. sæti deildarinnar á síðasta tímabili, vegna innbyrðisstöðu, en þær voru með 12 stig líkt og Ármann sem var í 5. sæti, Hamar/Þór í því 6. og Stjarnan í því 7.

Inga, Fanney og Eva léku allar stór hlutverk með Tindastóli á þessu síðasta tímabili, þar sem þær léku allar að meðaltali 14-28 mínútur með liðinu í leik.

Tilkynning:

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastól hefur endurnýjað samninga við þær  Ingu Sólveigu Sigurðardóttur, Fanneyju Maríu Stefánsdóttur og Evu Rún Dagsdóttur um að leika með meistaraflokki kvenna í körfubolta næsta tímabil. Þær léku allar með liði Tindastóls síðasta vetur.

Stjórn er ánægð með að hafa endurnýjað samninga við þær Fanneyju, Evu og Ingu og lýtur björtum augum til framtíðar.

Mynd / Tindastóll

Fréttir
- Auglýsing -