ÍR er á fullu að safna saman liði fyrir komandi átök 1. deild kvenna á næstu leiktíð. Í dag skrifuðu sex leikmenn undir samning við liðið. Þetta var tilkynnt á facebook síðu ÍR í dag.
Edda Karlsdóttir og Helga Sóley Heiðarsdóttir hafa fengið félagaskipti í ÍR. Edda er 19 ára bakvörður sem kemur frá liði Keflavíkur. Hún lék 21 leik með Keflavík í Dominos deildinni á síðustu leiktíð. Helga Sóley er einnig 19 ára og hefur leikið með Hamri síðustu ár.
Einnig var tilkynnt að Aníka Linda Hjálmarsdóttir og Særós Gunnlaugsdóttir hefðu framlengt samninga sína við ÍR. Aníka var valin í úrvalslið 1. deildarinnar á síðustu leiktíð og blómstraði í hlutverki sínu í liði ÍR.
Einnig skrifuðu þær Elma Finnlaug Þorsteinsdóttir og Oddný Victoria L. Echegaray undir samning en þær eru báðar í U15 ára landsliðinu. ÍR réði fyrr í sumar Kristjönu Jónsdóttur sem þjálfara liðsins en hún tók við af hinum ljóðræna Ísaki Mána Wiium.