Svavar Atli Birgisson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Tindastóls í efstu deild karla fyrir næstu leiktíð. Hann mun þar vera Baldri Þór Ragnarssyni innan handar með liðið.
Svavar Atli lagði skónna á hilluna árið 2017 en hann lék með Tindastól frá 1996-2017 eða í 21 ár. Hann lék nærri 400 leiki með félaginu og spilað stórt hlutverk í uppbyggingu síðustu ára. Hann tekur við af Jan Bezica sem tók við þjálfun meistaraflokks kvenna í sumar.
Tilkynningu Tindastóls má hitta hér að neðan:
Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við Svavar Atla Birgisson um að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í körfubolta fyrir komandi tímabil.
Stjórn er gífurlega ánægð með að Svavar Atli hafi ákveðið að taka slaginn með okkur sem aðstoðaþjálfari meistarflokks karla í körfubolta.