Hrunamenn hafa samið við Clayton Ladine um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Clayton er bæði með franskt og bandarískt vegabréf svo hann mun leika sem Evrópumaður í deildinni. Kemur hann til liðsins frá Sorgues BC í Frakklandi, en þar áður hafði hann verið verið með Rocky Mountain í bandaríska háskólaboltanum.
Gert er ráð fyrir að Clayton komi til liðsins um svipað leyti og Kent Hanson, mánaðarmót ágúst/september.
Tilkynning:
Hrunamenn kynna til leiks Clayton Ladine, 23 ára bakvörð sem hefur skrifað undir samning við félagið. Ladine er Bandaríkjamaður með franskt vegabréf og verður góð viðbót við leikmannahóp okkar unga og upprennandi liðs. Ladine lék í NAIA háskólaboltanum og á lokaárinu hans þar skoraði hann um 13,5 stig, reif niður 6 fráköst og sendi rúmlega 5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ladine samdi á síðustu leiktíð við Sorgues BC í Frakklandi en vegna Covid-19 var lítið um mótahald. Ladine er væntanlegur til landsins um mánaðarmótin ágúst/september rétt eins og Kent Hanson sem félagið hefur áður kynnt til leiks.