spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaKent Hanson til Hrunamanna

Kent Hanson til Hrunamanna

Fyrstu deildar lið Hrunamanna hafa samið við Kent Hanson um að leika með liðinu á komandi tímabili. Hanson er 24 ára Bandaríkjamaður sem kemur til liðsins frá Aktobe í Kasakstan, en þar skilaði hann 21 stigi, 12 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 stolnum boltum að meðaltali í leik. Talar félagið um að hann sé um tveir metrar á hæð og sé bæði góður frákastari og fjölhæfur sóknarlega.

Tilkynning:

Kent Hanson skrifar undir hjá Hrunamönnum. Hrunamenn hafa samið við Kent Hanson, 24 ára Bandaríkjamann, um að spila með liðinu á næstu leiktíð. Hanson er tæplega tveggja metra maður, fjölhæfur sóknarmaður og góður frákastari. Á síðustu leiktíð lék hann með liði Aktobe í Kasakstan við góðan orðstír. Þar skoraði okkar maður 20,6 stig, reif niður 11,8 fráköst, gaf 3,3 stoðsendingar og stal 3,2 boltum að meðaltali í þeim 10 leikjum sem hann spilaði. Þá hitti hann afar vel fyrir utan 3ja stiga línuna og var með rúmlega 40% nýtingu rétt eins og í háskóla. Við þetta má bæta að hann hefur mjög gott orð á sér frá fyrri þjálfurum sem góður liðsfélagi og leiðtogi. Hér má sjá brot frá leikjum Kent Hanson frá því á síðustu leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -