spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaIsrael Martin tekur við Sindra

Israel Martin tekur við Sindra

Israel Martin mun samkvæmt heimildum Körfunnar taka við liði Sindra í fyrstu deild karla fyrir næsta tímabil. Martin var síðast með Hauka í Dominos deild karla og hann hafði verið með þá í tæp tvö tímabil. Kom hann fyrst til Íslands 2014 og var með lið Tindastóls í Dominos deildinni, en fyrir utan að hafa verið mestmegnis á Íslandi síðan, hefur hann einnig þjálfað í Danmörku, Kósovó og í heimalandinu Spáni.

Sindri gerði ansi vel í fyrstu deildinni á yfirstandandi tímabili. Höfnuðu í 3. sætinu, en duttu svo út á móti Selfoss í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Martin mun taka við liðinu af landa sínum Pedro Garcia Rosado sem gaf það út í maí að hann hyggðist róa á önnur mið.

Fréttir
- Auglýsing -