Elvar Már Friðriksson og Rytas máttu þola tap í öðrum leik umspils síns gegn PAOK í Meistaradeild Evrópu um sæti í 16 liða riðlum keppninnar, 81-78.
Staðan í einvígi liðanna er því jöfn 1-1 og þurfa liðin að leika oddaleik um hvort liðið kemst áfram þann 17. janúar á heimavelli Rytas í Vilníus í Litháen.
Á tæpri 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Elvar Már 5 stigum, 2 fráköstum og 6 stoðsendingum.