spot_img
HomeFréttirStjarnan Íslandsmeistarar í unglingaflokki– Dúi Þór maður úrslitaleiksins

Stjarnan Íslandsmeistarar í unglingaflokki– Dúi Þór maður úrslitaleiksins

Stjarnan varð í dag Íslandsmeistari í unglingaflokki karla eftir sigur á ÍR í úrslitaleik. Stjarnan náði forystunni á upphafsmínútunum og lét hana ekki af hendi þrátt fyrir tilraunir ÍR-inga til þess að komast aftur inn í leikinn. Niðurstaðan 12 stiga sigur Stjörnunnar, 91-79.

Hérna er myndasafn dagsins frá Körfunni / Bára Dröfn

Hérna er myndasafn KKÍ

Hérna er tölfræði leiksins

Dúi Þór var valinn maður úrslitaleiksins

Maður úrslitaleiksins var Dúi Þór Jónsson, en hann skilaði 13 stigum, 14 stoðsendingum og 6 fráköstum. Þá bætti Hugi Hallgrímsson við 21 stigi, 9 fráköstum og 2 vörðum skotum. Í silfurliði ÍR var Ólafur Björn Gunnlaugsson atkvæðamestur með 29 stig og 9 fráköst.

Myndir / KKÍ & Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -