Stjarnan varð í dag Íslandsmeistari í 9. flokki stúlkna eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik. Úrslitaleikurinn var jafn í upphafi, en undir lok fyrri hálfleiksins náði Stjarnan að byggja sér upp 9 stiga forystu. Í upphafi seinni hálfleiksins ná þær svo að bæta við það forskot sitt og eru 20 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Í honum gerðu þær svo það sem þurfti til að sigla að lokum nokkuð öruggum 30 stiga sigri í höfn, 77-47.
Kolbrún María Ármannsdóttir var valin maður leiksins, en hún skilaði 23 stigum, 13 fráköstum og 3 stoðsendingum. Þá bætti Ísold Sævarsdóttir við 20 stigum og Elísabet Ólafsdóttir 11 stigum, 15 fráköstum og 7 stolnum boltum. Í liði Keflavíkur var Erna Ósk Snorradóttir atkvæðamest með 24 stig og 5 fráköst.
Myndir / KKÍ