spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaMeð tilboð frá 35 skólum í bandaríska háskólaboltanum

Með tilboð frá 35 skólum í bandaríska háskólaboltanum

Hin efnilega Heiður Karlsdóttir úr Fjölni hefur samkvæmt heimildum Körfunnar fengið tilboð frá 35 skólum í bandaríska háskólaboltanum. Hún mun þó ekki fara út eftir yfirstandandi tímabil, þar sem að hún á enn eitt ár eftir af framhaldsskóla. Samkvæmt heimildum Körfunnar er Heiður Þó líkleg til þess að fara vestur um haf eftir næsta tímabil, 2023-24.

Heiður er 17 ára og að upplagi úr Ungmennafélagi Reykdæla og Skallagrím í Borgarnesi, en hún skipti yfir í Fjölni fyrir síðasta tímabil. Í 18 leikjum með Fjölni það sem af er tímabili hefur hún skilað 5 stigum og 4 fráköstum á um 18 mínútum spiluðum að meðaltali í leik. Þá hefur hún einnig verið hluti af undir 16 ára og nú síðast undir 18 ára landsliði Íslands.

Fréttir
- Auglýsing -