spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHamar og Vestri mætast í úrslitaeinvígi fyrstu deildar karla

Hamar og Vestri mætast í úrslitaeinvígi fyrstu deildar karla

Selfoss mátti þola tap fyrir grönnum sínum úr Hamri í kvöld í fjórða leik undanúrslitaeinvígis fyrstu deildar karla, 88-94.

Hamar mun því mæta Vestra í lokaeinvígi fyrstu deildarinnar, en sigurvegarinn mun fylgja Breiðablik upp í Dominos deildina fyrir næsta tímabil. Fyrsti leikur mun vera á heimavelli Hamars í Hveragerði þar sem þeir enduðu fyrir ofan Vestra í deildarkeppninni.

Úrslit kvöldsins

Fyrsta deild karla – undanúrslit:

Selfoss 88 – 94 Hamar

Hamar vann einvígið 3-1

Fréttir
- Auglýsing -