spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaDrungilas í þriggja leikja bann

Drungilas í þriggja leikja bann

Adomas Drungilas, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Þorlákshafnar og Þórs Akureyrar í Domino‘s deild karla sem leikinn var þann 7. maí 2021.

Drungilas, sem er með 14,1 stig og 9,1 frákast að meðaltali í leik, mun því missa af fyrstu þremur leikjunum í viðureign Þórsliðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Þetta er í þriðja sinn sem Drungilas er dæmdur í leikbann á tímabilinu. Í mars fékk hann eins leikja bann vegna olnboga sem hann rak í hausinn á Haukamanninum Breka Gylfasyni og í apríl fékk hann tveggja leikja bann fyrir olnboga sinn í andlit Mirza Saralija hjá Stjörnunni.

Fréttir
- Auglýsing -