Tveir leikir fara fram í 8 liða úrslitum fyrstu deildar karla í kvöld.
Aðeins þarf að vinna tvo leiki til þess að komast áfram í undanúrslitin og eru báðir leikir kvöldsins því oddaleikir þar sem að í báðum viðureignum hafa félögin skipt með sér tveimur sigrum.
Sindri tekur á móti Selfoss á Höfn í Hornafirði og í Forsetahöllinni á Álftanesi mæta heimamenn Skallagrím.
Áður höfði Hamar klárað einvígi sitt gegn Hrunamönnum 2-0 og sömuleiðis Vestri gegn Fjölni 2-0.
Leikir dagsins
Fyrsta deild karla:
Sindri Selfoss – kl. 19:15
Álftanes Skallagrímur – kl. 19:15