Jón Axel Guðmundsson og Pesaro lögðu Treviso í kvöld í úrvalsdeildinni á Ítalíu, 101-72.
Eftir leikinn er Pesaro í 5. sæti deildarinnar með átta sigra og sex töp það sem af er tímabili.
Á 16 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 8 stigum, frákasti og stoðsendingu.
Næsti leikur Pesaro er þann 15. janúar gegn Givova Scafati.