spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHilmar Smári og Valencia töpuðu aðeins einum deildarleik á tímabilinu - Við...

Hilmar Smári og Valencia töpuðu aðeins einum deildarleik á tímabilinu – Við tekur búbbla EBA deildarinnar

Hilmar Smári Henningsson og ungmennalið Valencia lögðu í gærkvöldi lið Cartagena í lokaleik deildarkeppni EBA deildarinnar á Spáni, 65-77. Valencia klára tímabilið í efsta sæti deildarinnar með aðeins eitt tap í allan vetur, en nú tekur við úrslitakeppni deildarinnar.

Á 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hilmar Smári 8 stigum, 6 fráköstum, 4 stoðsendingum og 3 stolnum boltum, en hann var með 16 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Liðið heldur nú í sóttvarnabúbblu sem deildin hefur skipulagt. Leiknir verða þrír leikir frá fimmtudegi 13. maí til laugardags 15. maí, en fyrsti leikur þeirra er gegn La Zubia á fimmtudag.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -