Tveir leikir fóru fram í dag í átta liða úrslitum fyrstu deildar karla.
Vestri lagði Fjölni á Ísafirði í spennuleik og í Hveragerði unnu heimamenn í Hamri granna sína í Hrunamönnum.
Í gærkvöldi vann Sindri lið Selfoss og Álftanes tók forystuna gegn Skallagrím.
Fyrra liðið til að vinna tvo leiki í viðureign kemst áfram í undanúrslit.
Úrslit dagsins
Átta liða úrslit fyrstu deildar karla:
Vestri 79 – 76 Fjölnir
Vestri leiðir einvígið 1-0
Hamar 110 – 58 Hrunamenn
Hamar leiðir einvígið 1-0