spot_img

Naglbítur á Jakanum

Vestri lagði Fjölnir að velli, 79-76, í átta liða úrslitum 1. deildarinnar á Jakanum á Ísafirði í dag. Eftir að hafa lent mest 11 stigum undir í fyrri hálfleik og verið undir megnið af leiknum náðu heimamenn forustunni um miðbik fjórða leikhluta. Lokasekúndurnar urðu æsispennandi en úrslitin réðust þegar Matthew Carr Jr. klikkaði á þriggja stiga skoti fyrir Fjölni um leið og klukkan gall.

Gabriel Adersteg var stigahæstur hjá heimamönnum með 22 stig en næstir komu Vestfjarðatröllið Nemanja Knezevic með 15 stig og 14 fráköst, Marko Dmitrovic með 14 stig og bræðurnir Hugi og Hilmir Hallgrímssynir með 11 stig hvor.

Hjá Fjölni var Matthew Carr Jr. atkvæðamestur með 29 stig, Viktor Máni Steffensen kom næstur með 20 stig og Johannes Dolven skoraði 15 stig.

Liðin mætast næst þriðjudaginn 11. maí í Dalhúsum.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -