Undanúrslita leikur milli Reynis og KV fór fram í Nesfiskhöllinni í Sandgerði í kvöld.
Heimamenn voru mjög ákveðnir frá upphafsmínútu til leiksloka. Eina skiptið sem KV leiddu var í stöðunni 2-3 í upphafi leiks. Reynismenn keyrðu upp hraðann og uppskáru margar auðveldar körfur þar sem Davíð mataði strákana á frábærum sendingum ásamt því að setja 21 stig.
Jón Böðvars var eins og klettur inn í báðum teigum vallarins og hirti fjölda frákasta með sínum 16 stigum.Félagarnir Máni og Maggi Trausta voru sterkir þrátt fyrir að öklar væru að stríða þeim. Svo má ekki gleyma Garðari sem nelgdi niður þrem þristum þegar að KV hélt að þeirra tími væri að koma.Reynismenn leiddu eftir fyrsta leikhluta 23-16.
Hálfleiks tölur síðan 45-32. Staðan síðan 61-44 fyrir lokaleikhlutann.Lokastaða 84-59
Ísar var langstigahæðstur KV með 27 stigÁsmundur kom síðan með 8 stig og aðrir minna.
Reynir S. mætir liði ÍA í úrslitum 2. deildarinnar eftir að Skagamenn unnu óvæntan sigur á Ármanni. Úrslitaleikurinn fer fram um næstu helgi.
Umfjöllun: Sveinn Hans Gíslason