Aga- og úrskurðarnefnd dæmdi leikmann Sindra Dallas Morgan í dag í þriggja leikja bann fyrir atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Álftanesi þann 26. apríl. Morgan mun því missa af upphafsleikjum Sindra í úrslitakeppni fyrstu deildarinnar, en þar mætir Sindri liði Selfoss í fyrstu umferð, en fyrsta viðureignin er annað kvöld.
Agamál 46/2020-2021
Hinn kærði leikmaður, Dallas Morgan, skal sæta þriggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Álftaness og Sindra í 1. deild mfl. kk. sem leikinn var 26. apríl 2021.
Úrskurð má lesa í heild sinni hér