Næstsíðustu umferð Dominos deildar kvenna lauk í kvöld með þremur leikjum. Í Dalhúsum mættu Fjölniskonur liði KR sem var fallið úr deildinni fyrir kvöldið. Óhætt er að segja að leikur kvöldsins hafi verið leikur kattarins að músinni enda fór Fjölnir með mjög öruggan sigur, 105-67.
Facebook síða Fjölnis ræddi við Heiðu Hlín Björnsdóttur og birtir Karfan viðtalið í heild sinni hér að neðan með góðfúslegu leyfi.