spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaGöngutúr í garðinum hjá Fjölni gegn KR

Göngutúr í garðinum hjá Fjölni gegn KR

Næstsíðustu umferð Dominos deildar kvenna lauk í kvöld með þremur leikjum. Í Dalhúsum mættu Fjölniskonur liði KR sem var fallið úr deildinni fyrir kvöldið. Óhætt er að segja að leikur kvöldsins hafi verið leikur kattarins að músinni enda fór Fjölnir með mjög öruggan sigur, 105-67.

Gangur leiksins

Liðin fóru hönd í hönd af stað í upphafi og var staðan 13-12 eftir 4 mínútur. Eftir það fór Fjölnir að stinga af og fóru með 11 stiga forystu í lok fyrsta leikhluta. KR náði ágætis áhlaupum á Fjölni í öðrum leikhluta en gáfu eftir í lokin og náðu heimakonur 15-5 áhlaupi til að ljúka fyrri hálfleik og var staðan eftir hann 59-41.

Fjölniskonur bættu bara enn í forystuna í seinni hálfleik og var vonleysi KR algjört. Fjölnir hélt KR í 26 stigum í seinni hálfleik og unnu að lokum mjög öruggan sigur 105-67.

Atkvæðamestar

Ariel Hearn átti enn eina stórkostlegu frammistöðuna en í kvöld skilaði hún þrefaldri tvennu, 21 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Lina Pikicute var einnig öflug með 22 stig og 6 fráköst.

Eygló Kristín Óskarsdóttir átti flotta frammistöðu á sínum gamla heimavelli þar sem hún var með 12 stig og 6 fráköst. Annikka Holopainen var öflug að vanda með 19 stig og 6 fráköst.

Hvað næst?

Ein umferð er eftir að deildarkeppninni þetta árið og fer hún fram á laugardag. Fjölnir getur enn stolið öðru sætinu ef allt gengur upp, en liðið mætir Skallagrím í lokaumferðinni. KR er fallið í 1. deild eftir þriggja ára veru í deild þeirra bestu. Liðið kveður deildina með útileik gegn Haukum í næstu umferð.

Tölfræði leiksins.

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -